Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 08. nóvember 2021 09:05
Elvar Geir Magnússon
Lampard í viðræðum við Norwich - Rodgers klár í Man Utd
Powerade
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: EPA
Karim Adeyemi.
Karim Adeyemi.
Mynd: Getty Images
Sterling, De Jong, Vlahovic, Lampard, Zidane, Gerrard, Traore og Ramos eru meðal manna sem koma við sögu í Powerade slúðrinu í dag.

Á blaði Aston Villa yfir mögulega kosti í stjórastólinn eftir að Dean Smith var rekinn eru meðal annarra Steven Gerrard stjóri Rangers, Ralph Hasenhuttl stjóri Southampton og Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari Dana. (Telegraph)

Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, er einnig á blaðinu hjá Villa. (Times)

Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, hefur hafið viðræður við Norwich City um að gerast nýr stjóri á Carrow Road. (Football Insider)

Manchester City gæti beðið Barcelona um að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (24) ef spænska félagið vill fá enska vængmanninn Raheem Sterling (26). (El Nacional)

Dusan Vlahovic (21), sóknarmaður Fiorentina, mun líklega hafna því að fara til Arsenal í janúar því serbneski landsliðsmaðurinn er að bíða eftir öðrum tilboðum. (Football Italia)

Það er nánast útilokað að Zinedine Zidande, fyrrum þjálfari Real Madrid, taki við Manchester United ef Ole Gunnar Solskjær. (AS)

Brendan Rodgers (48), stjóri Leicester, er hinsvegar tilbúinn að taka við United. Hann vill þó helst bíða með það þar til eftir tímabilið. (Caught Offside)

Bruno Fernandes (27) er einn af þeim leikmönnum Manchester United sem finnst þeir ekki fá nægilega miklar leiðbeiningar frá Solskjær og aðstoðarmönnum hans. Cristiano Ronaldo (36) finnst kröfurnar hafa dalað á Old Trafford síðan hann fór til Real Madrid 2009. (Mail)

Bruno Lage, stjóri Wolves, segir að samningastaða Adama Traore (25) hjá félaginu muni ekki hafa áhrifa á að velja hann í liðið. Það eru 18 mánuðir eftir af gildandi samningi hans. (Mail)

Úlfarnir hafa mestan áhuga á portúgalska miðjumanninum Renato Sanches (24) hjá Lille og gætu gert tilboð í janúar. (Fichajes.net)

Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos (35) er ekki að skipulaggja það að yfirgefa Paris St-Germain. Það segir bróðir hans og umboðsmaður. Ramos hefur enn ekki spilað fyrir PSG vegna meiðsla. (El Mundo)

Samningur miðjumannsins Marcelo Brozovic (28) við Inter rennur út næsta sumar. Inter segir að króatíski leikmaðurinn vilji vera áfram hjá félaginu. (DAZN)

Crystal Palace vonast til að skáka Napoli og kaupa kamerúnska miðjumanninn Andre-Frank Zambo (25) frá Fulham en hann hefur spilað virkilega vel á lánssamningi hjá ítalska félaginu. (Sun)

Barcelona mun reyna að fá Karim Adeyemi (19) frá RB Salzburg í janúar. Framherjinn ungi á þrjá landsleiki fyrir Þýskaland en Paris St-Germain, Bayern München, Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa einnig áhuga á honum. (El Nacional)

Real Madrid mun setja sex leikmenn á sölulista til að lækka launakostnað félagsins.Það eru Gareth Bale (32), Eden Hazard (30), Marcelo (33), Isco (29), Luka Jovic (23) og Jesus Vallejo (24). (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner