
Varnarmaðurinn efnilegi Ásgeir Helgi Orrason leikur með Keflavík í sumar, á lánssamningi frá Breiðabliki. Ásgeir á að baki fimm leiki í efstu deild með Blikum og verður spennandi að sjá hann í Lengjudeildinni í sumar.
Fyrsti leikur Keflavíkur verður gegn ÍR á gervigrasinu við Nettóhöllina annað kvöld.
Fyrsti leikur Keflavíkur verður gegn ÍR á gervigrasinu við Nettóhöllina annað kvöld.
„Ég er ótrúlega spenntur að byrja mótið, mér finnst við vera komnir á gott ról. Sérstaklega eftir að hafa unnið Blikana í Mjólkurbikarnum,“ segir Ásgeir.
Hann mátti ekki spila þann leik en hvernig var að sjá Keflavík vinna Breiðablik?
„Ég vill bara sjá liðið mitt vinna. Ég er staddur í Keflavík núna þó maður hafi alltaf tilfinningar til Breiðabliks. En það var gaman að sjá þetta."
Um aðdraganda þess að hann var lánaður til Keflavíkur:
„Þegar það var stutt í mót og Blikar með marga hafsenta þá sá ég að ég væri ekki að fara að byrja. Við komumst að þeirri niðurstöðu að koma mér á lán og gefa mér spilareynslu hjá Keflavík. Fá 90 mínútur eftir 90. Ég er mjög ánægður með það."
„Það kom mér á óvart hversu skemmtilegt það var að koma inn í hópinn hjá Keflavík. Þetta eru skemmtilegir strákar og mikil gæði á æfingum. Ég er ótrúlega ánægður."
Sami Kamel fór á kostum gegn Breiðabliki og var besti leikmaður Keflavíkur í fyrra þegar hann hélst heill. Hversu góður er hann?
„Hann er ógeðslega góður. Hann er svolítill töframaður og eiginlega besti skotmaður sem ég hef æft með."
Keflavík var spáð 3. sæti í spá þjálfara og fyrirliða hér á Fótbolta.net.
föstudagur 3. maí
Lengjudeild karla
19:15 Afturelding-Grótta (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Leiknir R.-Njarðvík (Domusnovavöllurinn)
19:15 Keflavík-ÍR (Nettóhöllin-gervigras)
19:15 Þróttur R.-Þór (AVIS völlurinn)
laugardagur 4. maí
Besta-deild karla
14:00 FH-Vestri (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir