Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 08. nóvember 2021 10:55
Elvar Geir Magnússon
Solskjær alveg búinn að missa klefann - Bruno og Ronaldo óánægðir
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Daily Mail segir að Ole Gunnar Solskjær sé búinn að missa tiltrú leikmanna á sér. Staða Norðmannsins hefur mikið verið í umræðunni og sagt er að Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo séu óánægðir.

Manchester United er níu stigum frá toppliði Chelsea og eftir 5-0 tapið gegn Liverpool var rætt um að Solskjær myndi fá þrjá leiki til að bjarga starfinu.

Úrslitin hafa verið misjöfn í gegnum þessa þrjá leiki og óvissa með stöðu Solskjær en nú er talað um að hann sé búinn að missa klefann.

Bruno er sagður óánægður með að Solskjær, sem hefur verið að hræra í leikkerfi liðsins, og telur að hann gefi liðinu ekki skýr fyrirmæli. Fullyrt er að Solskjær sé ekki með leikfræðilegan skilning sem dugi til að keppa við toppstjóra eins og Pep Guardiola og Jurgen Klopp.

Í fréttinni er einnig fullyrt að Ronaldo sé ekki ánægður með stöðu mála hjá félaginu. Honum hafi brugðið að kynnast því hvað gæðin í utanumhaldinu hafi hrapað síðan hann var síðast leikmaður félagsins.

Þá er sagt að sumir leikmenn séu á þeirri skoðun að Solskjær meðhöndli einhverja leikmenn á annan hátt og það hafi skapað pirring. Margir telja að Donny van de Beek og Jesse Lingard fái ekki sanngjörn tækifæri.
Athugasemdir
banner