Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. október 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigur Íslands á Englandi kemst á áhugaverðan lista
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á síðustu tíu árum hefur margt magnað gerst í fótboltaheiminum. TicketSource ákvað að rannsaka það hvaða atburðir í fótboltanum síðustu tíu ár væru mest elskaðir á meðal fólks.

Það voru ákveðnir þættir teknir inn í þessa rannsókn eins og Youtube áhorf, leitir á Google og það hvort fólk smellti á 'læk' eða ekki við tíðindi af atburðinum. Þetta var allt saman tekið saman, reiknað og var niðurstaða um sjö atburði í fótboltanum síðustu tíu árin sem fólk elskaði heilt yfir mest, eða fannst skemmtilegast að sjá.

Sigur Íslands á Englandi á EM 2016 situr í fjórða sæti á þessum lista. Það eru bestu úrslit í íslenski fótboltasögu. Ísland lagði England 2-1 og komst í átta-liða úrslitin á EM.

Það voru úrslit sem komu heimsbyggðinni á óvart. Það er athyglisvert að sigur Englands á Kólumbíu á HM 2018 - í vítaspyrnukeppni - er í þriðja sæti á listanum. Ekki á hverjum degi sem England vinnur í vítaspyrnukeppni á stórmóti.

Í öðru sæti er magnaður 4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 og efst á listanum er sigurmark Lionel Messi í El Clasico 2017.

Hægt er að skoða listann - sem Daily Star tók saman - með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner