Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 10. júní 2022 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Semur við Celtic eftir þrettán ára dvöl hjá Tottenham (Staðfest)
Cameron Carter-Vickers í leik með Celtic
Cameron Carter-Vickers í leik með Celtic
Mynd: EPA
Bandaríski miðvörðurinn, Cameron Carter-Vickers, gerði í dag fjögurra ára samning við skoska meistaraliðið Celtic en hann kemur til félagsins frá Tottenham Hotspur.

Carter-Vickers er 24 ára gamall og fæddur á Englandi en faðir hans er bandarískur og ákvað hann því ungur að árum að spila fyrir Bandaríkin.

Hann samdi við Tottenham árið 2009 þegar hann var 12 ára gamall og spilaði svo sína fyrstu leiki tímabilið 2016-2017.

Eftir það var hann lánaður sex sinnum frá félaginu áður en Nuno Espirito Santo gaf honum tækifæri í byrjun síðustu leiktíðar gegn Pacos Ferreira í Sambandsdeildinni.

Carter-Vickers spilaði ekki meira með Tottenham og var lánaður til Celtic í Skotlandi þar sem hann gegndi lykilhlutverki. Celtic fékk forkaupsrétt á honum og nýtti hann.

Leikmaðurinn skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Celtic og þrettán ára dvöl hans hjá Tottenham því á enda.


Athugasemdir
banner
banner
banner