Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 12. júní 2022 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd gæti skrifað bók um hvernig eigi ekki að stunda félagaskipti
Robbie Fowler.
Robbie Fowler.
Mynd: Getty Images
Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að innkaupastefna Manchester United sé að sumu leyti furðuleg.

Liverpool er núna að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Darwin Nunez frá Benfica. Eftir að það bárust tíðindi af því að Liverpool væri að vinna í þessum kaupum, þá blandaði Manchester United sér í baráttuna. Það bar ekki árangur í þetta skiptið hjá United.

„Ég vil ekki vera grimmur hérna, en þeir hjá Man Utd gætu skrifað bók um það hvernig á ekki að stunda félagaskipti," skrifar Fowler í pistli sínum fyrir The Mirror.

„Þeir hafa verið mikið í því að kaupa leikmenn bara svo þeir fari ekki til erkifjenda."

Nefnir Fowler portúgölsku ofurstjörnuna Cristiano Ronaldo sem dæmi. Ronaldo var keyptur til Man Utd frá Juventus síðasta sumar eftir að Manchester City var að reyna að kaupa hann. Alexis Sanchez er annað dæmi - City reyndi að kaupa hann en svo ákvað United að borga honum himinhá laun til að fá hann yfir til sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner