Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 12. nóvember 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK neitað tilboðum í Birki Val
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur mikinn áhuga á því að fá Birki Val Jónsson frá HK. Kristján Óli Sigurðsson greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni í gær.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Stjarnan boðið í þrígang í Birki Val en HK hefur hafnað öllum tilboðunum.

Birkir er samningsbundinn HK út næsta tímabil og því þarf HK að samþykkja tilboð í leikmanninn.

Stjarnan missti Heiðar Ægisson úr leikmannahópi sínum þegar hann samdi við Val á dögunum. Ef litið er á leikmannahópinn er hinn átján ára Óli Valur Ómarsson fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðuna.

Sjá einnig:
Telur sig eiga heima í efstu deild
Trúir því ekki að þeir séu að fara að spila í Lengjudeildinni


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner