Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   þri 28. september 2021 10:30
Innkastið
Trúir því ekki að þeir séu að fara að spila í Lengjudeildinni
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„HK-ingar voru of lélegir í sumar, það er ekki flókið. Þeir spiluðu of marga leiki þar sem þeir voru daufir og slakir. Mér finnst að þeir eigi bara skilið að falla," segir Sverrir Mar Smárason sérfræðingur Innkastsins í uppgjörsþætti tímabilsins.

HK féll í lokaumferðinni en liðið náði sér aldrei almennilega á strik í sumar.

„Þeir sauma ekki saman eitt einasta skrið og ná aldrei að vinna tvo leiki í röð. Þeir hafa haldið sér uppi síðustu ár á því að eiga tryllta kafla. Þeir voru ekki nægilega góðir og undirstaðan í þeirra leik klikkaði algjörlega. Arnar gat ekkert í markinu, vörnin gat ekki neitt, Valgeir Valgeirsson ævintýraleg vonbrigði, Birnir Snær átti kafla en aðrir skiluðu sama og engu," segir tómas Þór Þórðarson.

Það er ljóst að erfitt verður fyrir HK-inga að halda sínum stærstu nöfnum. Innkastið sér ekki að Birnir Snær Ingason og Valgeir Valgeirsson, sem var með annan fótinn í atvinnumennsku, verði áfram með liðinu í næst efstu deild.

„Ég bara trúi því ekki. Birnir hefur ekkert að gera í Lengjudeildina og er líka á þeim aldri að hann þarf að spila í efstu deild. Það er ekki möguleiki að umboðsmenn Valgeirs leyfi honum að spila í Lengjudeildinni. Við vitum alveg hvað býr í honum og hann mun spila í atvinnumennsku einn daginn, það verður samt ekki á næsta ári," segir Tómas.

„Birkir Valur var sömuleiðis kominn út og kemur til baka og fellur með þeim," bætir Sverrir Mar við.
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner