Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. september 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Óla finnst gagnrýni á Keflavík ósanngjörn: Sparkað í liggjandi menn
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, vill meina að nágrannar sínir í Keflavík hafi fengið of mikla og ósanngjarna gagnrýni frá fjölmiðlum í sumar.

Smelltu hér til að hlusta á Óla Stefán í Miðjunni

Keflvíkingar eru fallnir úr Pepsi-deildinni og eru ennþá að leita að fyrsta sigri sumarsins.

„Mér finnst óþarfi að benda á það augljósa að það hafi ekkert gengið hjá þeim. Þetta er nánast full vinna við að sparka í liggjandi mann," sagði Óli Stefán í Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

„Mér finnst gagnrýnin hafa að mörgu leyti verið ósanngjörn á Keflavík. Augljóslega hafa þeir ekki unnið leik en ég veit að þeir eru í fullri vinnu að reyna að móta til framtíðar og reyna að búa til eitthvað gott úr því sem gerðist núna. Ég þekki það fólk af góðu einu."

„Ég veit að þeir eiga eftir að koma sterkari til baka. Mér finnst óþarfi að sparka í liggjandi menn. Það er allt í lagi að gagnrýna en stundum er nóg nóg."
Athugasemdir
banner
banner
banner