Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 14. júní 2017 13:41
Elvar Geir Magnússon
Ætla að slá áhorfendametið á Íslandi
Miðasala hefst 22. júní.
Miðasala hefst 22. júní.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Stefnt er að því að bæta áhorfendametið með því að bæta við aukastúku sem má sjá á þessari mynd.
Stefnt er að því að bæta áhorfendametið með því að bæta við aukastúku sem má sjá á þessari mynd.
Mynd: Aðsend
Aðstandendur æfingaleiks Manchester City og West Ham stefna að því að slá áhorfendamet á Íslandi þegar liðin eigast við á Laugardalsvelli klukkan 14 föstudaginn 4. ágúst.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Núverandi áhorfendamet er frá vináttuleik Íslands og Ítalíu 2004 en þá mættu 20.204 og sáu Ísland vinna 2-0.

Leyfilegt er að selja í stæði á leik Manchester City og West Ham og þá hyggjast aðstandendur setja upp sérstaka stúku fyrir aftan annað markið eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner