Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 14. júní 2017 13:17
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Man City mætir West Ham í Laugardal 4. ágúst (Staðfest)
Leikurinn verður 14:00 á föstudeginum um verslunarmannahelgina
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Leikið verður á Laugardalsvelli.
Leikið verður á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola og lærisveinar í Manchester City mæta á Laugardalsvöll og leika gegn West Ham í æfingaleik um verslunarmannahelgina.

Rúmri viku síðar fer enska úrvalsdeildin svo af stað.

Leikurinn var kynntur á flottum fréttamannafundi í Laugardalnum en hann gengur undir nafninu "The Super Match".

Leikurinn verður föstudaginn 4. ágúst klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Bæði lið mæta með aðallið sín til keppni og verður leikið til þrautar. Ef jafnt er að loknum 90 mínútum verður farið í vítaspyrnukeppni.

Manchester City mun að öllum líkindum fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar og verður áhugavert að sjá liðið í síðasta æfingaleik fyrir mót.

West Ham á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi en liðið hafnaði í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðinni leiktíð.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, kynnti leikinn á fréttamannafundinum en ásamt honum voru Þorvaldur Örlygsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem allir hafa leikið í efstu deild á Englandi.



Athugasemdir
banner
banner