Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. mars 2020 06:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti serbneska knattspyrnusambandsins sýktur
Slavisa Kokeza og Gianni Infantino á góðum degi.
Slavisa Kokeza og Gianni Infantino á góðum degi.
Mynd: Getty Images
Fleiri fregnir hafa verið að berast af sýktum einstaklingum úr knattspyrnuheiminum eftir útbreiðslu kórónaveirunnar.

Versta tilfellið hingað til er hjá Serie A liði Sampdoria sem er með níu aðalliðsleikmenn í sóttkví samkvæmt nýjustu fregnum.

Þau lönd sem hafa ekki stöðvað knattspyrnuiðkun og sett á samkomubann munu gera það eftir helgi. Serbía hefur ekki enn sett samkomubann og fóru efstudeildarleikir því fram í gær.

Þetta verður þó að öllum líkindum síðasta umferðin sem spiluð verður í Serbíu næstu vikur þar sem Slavisa Kokeza, forseti knattspyrnusambandsins, greindist með kórónaveiruna í gær.

Kokeza er illa séður af serbneskum fótboltaaðdáendum sem hafa enga trú á knattspyrnusambandinu þar í landi, sem hefur verið sakað um mikla spillingu undanfarna áratugi.
Athugasemdir
banner
banner