Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 15. júní 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Óvíst hversu lengi miðverðir KR verða frá
Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson í leiknum á laugardaginn.
Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Tómas Pálmason, miðverðir KR, fóru báðir meiddir af velli í 1-0 sigri liðsins á Val í Pepsi Max-deildinni á laugardag.

Ekki er ennþá ljóst hversu lengi þeir verða frá en það kemur betur í ljós í vikunni.

„Finnur Tómas fékk högg á ristina og er aumur. Við þurfum að bíða og sjá hvernig það þróast. Hann haltrar um og vonast til að bólgan fari sem fyrst til að hann geti sparkað í boltann," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag.

„Það er ekki 100% með Arnór Svein hvort hann sé tognaður í bakinu eða hvort þetta hafi bara verið högg og mar. Við erum bara að vona það besta."

Hinir reyndu Aron Bjarki Jósepsson og Gunnar Þór Gunnarsson komu inn á og leystu Arnór og Finn af hólmi í leiknum á laugardag.

Næsti leikur KR-inga er á laugardagskvöld þegar þeir fá HK-inga í heimsókn.

Sjá einnig:
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma
Innkastið - Mikill gæðamunur og meiðslahrina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner