Adam Árni Róbertsson, sóknarmaður Grindavíkur, varð fyrir því óláni að kjálkabrotna í fyrsta leik Lengjudeildarinnar í gær. Óvíst er hversu lengi hann verður frá, en hann þarf að fara í aðgerð.
Lengjudeildin hófst í gær þegar Fjölnir vann 3-2 sigur á Grindavík í Víkinni.
Lengjudeildin hófst í gær þegar Fjölnir vann 3-2 sigur á Grindavík í Víkinni.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 3 Fjölnir
Atvikið átti sér stað snemma leiks en Adam þurfti að fara af velli á 16. mínútu eftir að hafa fengið olnbogaskot.
„Spennandi fyrir Lengjudeildina þegar leikmenn geta gefið olnbogaskot inn í teig án þess að neitt sé gert. Greinilega ekki mikil áhersla lögð á að vernda leikmenn," segir Adam við Fótbolta.net en það fór ekkert spjald á loft þegar þetta gerðist. Atvikið átti sér líka stað í teignum.
Um er að ræða slæmt kjálkabrot.
„Ég hélt ég hefði misst tönn því það kom bara frekjuskarð, en þá hafði tanngarðurinn og kjálkinn bara gliðnað í sundur."
Þetta er högg fyrir Grindavík en Adam Árni er öflugur sóknarmaður sem gekk í raðir félagsins í vetur frá Þrótti Vogum.
Næsti leikur Grindavíkur er gegn ÍR þann 10. apríl næstkomandi.
Athugasemdir