Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Mourinho bíður enn - Mætti á Formúlu 1 í gær
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er enn án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember. Hann segist spenntur að byrja aftur þegar tækifærið kemur.

„Ég er orðinn hungraður að byrja aftur. Ég er hinsvegar að bíða eftir rétta klúbbnum, rétta tækifærinu," sagði Mourinho þegar blaðamaður Sky hitti hann á Formúlu 1 keppninni í gær.

„Eins og staðan er núna er ég að gera hluti sem að ég nýt þess að gera. Ég er að ferðast um og mæta á viðburði eins og þessa (Formúla 1). Ég nýti tímann í að gera það sem mér þykir skemmtilegt að gera."

Hann var einnig spurður út í Frank Lampard sem er nýtekinn við Chelsea. Hann neitaði hinsvegar að svara því.

Mourinho lýsti því yfir í júní að hann gæti séð sjálfan sig taka við landsliði næst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner