Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maggi: Umræðan um Bogann er algjör mýta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að stórleikur Þórs og Aftureldingar í Lengjudeildinni skyldi fara fram í Boganum. Heimavöllur Þórs, VÍS völlurinn, er ekki alveg tilbúinn fyrir leiki. Boginn hefur fengið þann stimpil að það sé jafnvel hættulegt að spila fótbolta þar.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var spurður út í leikstaðinn í viðtali eftir leikinn í gær.

Hefðiru viljað færa leikinn út?

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Nei nei, bara fínt að spila hérna. Það má alveg taka fram að þessi umræða með Bogann er algjör mýta sem einhverjir menn að sunnan hafa búið til. Þetta gras er ekkert verra en mörg gervigrös á höfuðborgarsvæðinu."

„Þegar það er bleytt þá er bara fínt að spila hérna. Það eru mörg gervigrös á höfuðborgarsvæðinu sem eru, eins og hérna, gömul og mættu skipta um. Akureyrarbær mætti að sjálfsögðu henda í nýja mottu hérna, en það er algjör mýta að þessi völlur sé svona slæmur. Þegar hann er bleyttur með græjunum sem þeir eiga hérna þá er hann bara fínn og alveg hægt að spila hérna,"
sagði Maggi.
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Athugasemdir
banner
banner
banner