Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 15:58
Brynjar Ingi Erluson
Juventus mun heita Piemonte Calcio í FIFA 20
Juventus og Cristiano Ronaldo hafa samið við Konami
Juventus og Cristiano Ronaldo hafa samið við Konami
Mynd: Getty Images
Ítalska meistaraliðið Juventus mun heita Piemonte Calcio í FIFA 20 frá EA Sports en leikurinn kemur út í september. Félagið er búið að gera samning við Konami sem gefur út Pro Evolution Soccer.

FIFA og Pro Evolution Soccer hafa verið risarnir þegar það kemur að knattspyrnutölvuleikjum en FIFA verið leiðandi síðasta áratuginn eða svo.

Salan á Pro Evolution Soccer 2019 hrapaði meðal annars niður um 42 prósent eða á sama tíma og Konami missti réttinn á Meistaradeild Evrópu.

PES virðist þó ætla að bæta upp fyrir það og hefur Konami, sem er framleiðandi leiksins, gert samning við ítalska félagið Juventus. Því mun Juventus heita Piemonte Calcio í FIFA 20 leiknum sem kemur út í september. FIFA má því ekki nota nafn og merki félagsins auk þess sem leikvangur félagsins verður ekki í leiknum.

Barcelona, Liverpool og Inter hafa öll gert samning við FIFA. Cristiano Ronaldo er þó búinn að gera samning við PES en hann var framan á FIFA 18 og FIFA 19. Þá eru Manchester United og Bayern München með samning við PES í nýja leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner