Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. júlí 2021 11:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að enskir stuðningsmenn hafi átt tapið skilið
Lothar Matthaus.
Lothar Matthaus.
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus segir að England hafi átt skilið að tapa úrslitaleik EM, gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni.

Matthaus var ekki hrifinn af því hvernig stuðningsmenn enska liðsins höguðu sér á mótinu og hefur hann því litla samúð með enska liðinu.

„Ensku stuðningsmennirnir komu illa fram við unga stelpu sem var í þýska landsliðsbúningnum. Þeir bauluðu á aðra þjóðsöngva. Kasper Schmeichel, landsliðsmarkvörður Danmerkur, fékk laser í augað þegar hann reyndi að verja vítaspyrnu gegn Englandi. Raheem Sterling dýfði sér til að fiska vítið. Svo var fólk með kynþáttafordóma í garð enskra leikmanna eftir úrslitaleikinn."

„Þetta var óíþróttamannsleg hegðun sem ég vil aldrei sjá aftur. Ég finn til með leikmönnunum en þið áttuð skilið að tapa þessari vítaspyrnukeppni," skrifaði Matthaus í Sport Bild.

Sjá einnig:
Unga stúlkan vill að milljónirnar fari til UNICEF
Bauluðu á þjóðsöng Dana
Laser notaður til að reyna að trufla Schmeichel
Kynþáttafordómar í garð Saka, Sancho og Rashford
Athugasemdir
banner