England tapaði í kvöld úrslitaleik Evrópumótsins. Leikurinn réðist í vítaspyrnukeppni þar sem þrír ungir þeldökkir fótboltamenn klúðruðu vítaspyrnu.
Þessir þrír leikmenn hafa í kjölfarið orðið fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum, sem er miður.
Það er miður en fyrirsjáanlegt miðað við hversu oft það hefur gerst undanfarið að fótboltamenn verði fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum. Á samfélagsmiðlum geta aumingjar og rasistar falið sig á bak við falskar myndir og fölsk nöfn til að spúa út hatri sínu.
Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson birti flott skilaboð á Twitter í kvöld. „Í staðinn fyrir að drulla yfir England á samfélgsmiðlum væri frábær hugmynd að skella sér á samfélagsmiðla og senda eitt stykki hjarta á þeldökka leikmenn Englands, sem fá nú ógeðsleg skilaboð út af einu víti. Sé að Arsenal stuðningsmenn eru byrjaðir að peppa sinn mann með ást," skrifar Máni.
Dreifum ást, ekki hatri kæra fólk.
Í staðinn fyrir að drulla yfir England á samfélgsmiðlum væri frábær hugmynd að skella sér á samfélagsmiðla og senda eitt stk ❤️ á þeldökka leikmenn Englands sem fá nú ógeðsleg skilaboð útaf einu fucking víti. Sé að Arsenal stuðningsmenn eru byrjaðir að peppa sinn mann með ást.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) July 11, 2021
Jadon Sancho, Bukayo Saka and Marcus Rashford being racially abused on social media. And this is why #ENG players will continue to take a knee. Also, Twitter and Instagram have to be quicker and stronger to stop these hate crimes on their platforms.
— Henry Winter (@henrywinter) July 11, 2021
Bukayo Saka, Marcus Rashford and Jadon Sancho have all been subjected to racial abuse following England’s loss in the #EURO2020 final.
— UtdDistrict (@UtdDistrict) July 11, 2021
If you see racial abuse, report it. We are all in this together. pic.twitter.com/L1KBf7lXKc