Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júlí 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unga stúlkan vill að milljónirnar fari til UNICEF
Þýskaland tapaði gegn Englandi.
Þýskaland tapaði gegn Englandi.
Mynd: EPA
Það söfnuðust tæplega 6,2 milljónir íslenskra króna fyrir unga þýska stelpu sem fór á Wembley og sá sitt lið tapa gegn Englandi á Evrópumótinu á dögunum.

Eftir að England komst í 2-0 þá sást hún í mynd á Wembley grátandi. Það var mikið grín gert að henni á samfélagsmiðlum.

Englendingur að nafni Joel Hughes ákvað að stofna fjöröflunarsíðu fyrir hana, með það að markmiði að safna 500 pundum. Hann ætlaði sér að sýna það og sanna að það væru ekki allir frá Bretlandi fávitar.

Honum tókst að safna aðeins meira en 500 pundum. Hann safnaði 36 þúsund pundum, um 6,2 milljónum íslenskra króna.

Fjölskylda stúlkunnar þakkar fyrir stuðninginn en ætlar ekki að taka við peningunum.

„Dóttir okkar vill að peningarnir renni til UNICEF," segir fjölskyldan.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum.

Hægt er að fara á heimasíðu UNICEF hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner