Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 16. júlí 2022 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eiður Smári: Víkingur verður aldeilis að hafa fyrir þessu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH og Víkingur eigast við í Bestu deildinni þessa stundina. Liðin eru á sitthvorum enda tölfunnar, FH í 9. sæti og Víkingur í 2. sæti.

Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði fyrir FH en Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við Stöð 2 Sport segir að það vanti sjálfstraust í liðið.

„Við þurfum frammistöðu. Það skein af okkur í síðasta leik að það vantar sjálfstraust í liðið. Ég veit að það vantar ekki gæði en það vantar einhvern neista,"

Það hefur verið nóg að gera hjá Víkingi undanfarið en liðið féll úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir viðureign gegn Malmö. Eiður segir að FH liðið ætli ekki að gefa Víkingi neitt.

„Það er virðingavert hvað Víkingur hefur afrekað undanfarnar vikur. Við verðum að átta okkur á því að ef þeir ætla að koma hingað og sækja eitthvað þá verða þeir aldeilis að hafa fyrir því, við ætlum að gera okkar besta að gefa þeim lítið sem ekkert og ættum að nýta okkur það að þeir eru búnir að spila mikið undanfarið og við ættum að vera ferskir."


Athugasemdir
banner
banner
banner