Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho segist ekki vera búinn að tapa klefanum
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði fyrir Liverpool á Anfield í dag í fyrsta sinn síðan 2013 og var Jose Mourinho ekki kátur að leikslokum.

Geoff Shreeves, fréttamaður Sky, spurði Portúgalann hvort leikmenn væru að spila fyrir hann eða ekki í snöggu viðtali að leikslokum.

„Hvað er það? Spila fyrir mig? Ertu að segja að leikmennirnir mínir séu óheiðarlegir?" spurði Mourinho til baka.

„Þú ert að spyrja mig hvort þeir séu óheiðarlegir. Ég held að þeir séu heiðarlegir og þú heldur að þeir séu óheiðarlegir.

„Knattspyrnumaður þarf að leggja sig allan fram, alltaf, alla daga, í hverjum einasta leik, á hverri einustu mínútu. Það skiptir engu máli hver þjálfarinn er, þetta eru skyldur sem fylgja starfinu.

„Ef þú gefur í skyn að leikmenn séu ekki að gefa sig alla þá ertu að kalla þá óheiðarlega. Ég geri það ekki, allir á vellinum gerðu sitt besta í dag."


Mourinho viðurkenndi að Liverpool sé með betra lið en telur sína menn hafa verið óheppna að tapa vegna þess að bæði mörk Xherdan Shaqiri fóru af varnarmanni og í netið.

„De Gea sagði við okkur í klefanum að hann hefði varið þessa bolta auðveldlega hefðu þeir ekki breytt um stefnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner