Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júlí 2021 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Lingard í plönunum hjá Solskjær
Jesse Lingard í leiknum gegn Derby í dag
Jesse Lingard í leiknum gegn Derby í dag
Mynd: Heimasíða Man Utd
Jesse Lingard mun að öllum líkindum spila með Manchester United á komandi tímabili.

Lingard var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð og gerði vel. Hann skoraði níu mörk og lagði upp fjögur í sextán leikjum með liðinu.

Hann er nú mættur aftur til United en hann spilaði síðari hálfleikinn í fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins er liðið vann Derby County 2-1.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að Lingard sé í framtíðarplönum hans.

„Hann er kominn til baka með mikið sjálfstraust og orku. Það sáu allir hvað hann gerði með West Ham á síðasta tímabili," sagði Solskjær.

„Hann er í plönunum hjá mér og býst ég við því að hann verði partur af leikmannahópnum þegar tímabilið fer af stað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner