Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton vill fá 25 milljónir punda - Fengi hærri laun hjá Arsenal
Mynd: EPA
Leandro Trossard er spenntur fyrir hugmyndinni að fara til Arsenal og fjallar belgíski miðillinn HLN um að Trossard sé meðvitaður um að hann fái launahækkun með því að fara til Arsenal. Hann er í dag með rúmlega 40 þúsund pund í vikulaun.

Arsenal ætlaði sér að fá Mykhaylo Mudryk frá Shakhtar en missti af honum til Chelsea. Nú horfir félagið til Brighton þar sem Leandro Trossard er úti í kuldanum.

HLN fjallar um að Asenal sé ekki búið að leggja fram formlegt tilboð í belgíska vængmanninn en viðræður séu í gangi. Trossard sé búinn að vera á radarnum hjá Arsenal frá því hann var hjá Genk sem seldi hann svo til Brighton.

Trossard hefur skorað sjö mörk og lagt upp þrjú í sextán úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu.

TalkSPORT fjallar þá um að Trossard eigi einungis hálft ár eftir af samningi sínum en Brighton geti virkjað ákvæði í samningnum sem framlengir samninginn sjálfkrafa um eitt ár. Brighton vill fá 25 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er tvöfalt meira en Tottenham bauð í hann í upphafi vikunnar.
Athugasemdir
banner