Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. mars 2021 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Miklar líkur" á að ÍA og Kári skipti á markvörðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir í samtali við Fótbolta.net að það séu miklar líkur á því að ÍA skipti við venslafélag sitt, Kára, á markvörðum.

Ástríðan sagði frá þessum tíðindum í dag og fréttamaður Fótbolta.net ræddi við Jóa Kalla um þau.

„Já, það eru miklar líkur á að við skiptum við Kára á markvörðum," sagði Jóhannes Karl.

Aron Bjarki Kristjánsson, sem er fæddur árið 2000, mun þá fara til Kára á láni í staðinn.

Dino er 25 ára Króati sem gekk í raðir ÍA sumarið 2019 en skipti svo í Kára fyrir síðasta tímabil.

Hann hefur hafnað tilboðum úr efri deildum eins og kom fram í viðtali sem hann fór í fyrr á árinu.

Hjá ÍA á hann að veita Árna Snæ Ólafssyni samkeppni um markvarðarstöðuna.

„Við viljum hafa samkeppni um allar stöður. Dino er hörku markvörður og það væri frábær viðbót við hópinn að fá hann," segir þjálfari Skagamanna.

ÍA mun mæta Val í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar 22. apríl.

Sjá einnig:
Urðu fyrir blóðtöku en stefna á að verða betri í öllum þáttum
Athugasemdir
banner
banner
banner