Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 22:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Dino Hodzic áfram hjá Kára þrátt fyrir áhuga úr efri deildum
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mynd: Haukur Gunnarsson
Dino Hodzic verður áfram hjá Kára og mun, eins og staðan er núna, verja mark liðsins í 2. deildinni á komandi tímabili. Hann vakti athygli í fyrra fyrir flottar frammistöður og var áhugi á honum úr Pepsi Max-deildinni. Dino er 25 ára Króati sem gekk í raðir ÍA sumarið 2019 en skipti svo í Kára fyrir síðasta tímabil.

Nú nýlega var hann svo orðaður við Víking Ólafsvík sem Gunnar Einarsson þjálfar, Gunnar þjálfaði Kára á síðustu leiktíð.

„Ég er glaður á Akranesi, mér líður vel hér, öllum þykir vænt um mig og mér vænt um alla. Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu hér og það væri erfitt að yfirgefa þetta samfélag til að fara annað," sagði Dino við Fótbolta.net í kvöld.

„Ég vildi taka skrefið upp á við, spila í sterkari deild og sýna að ég geti verið aðalmalmarkvörður í efstu deild. Það kom tilboð úr efstu deild sem ég ákvað að hafna. Það verður að bíða í bili, ég mun halda áfram að leggja hart að mér og bíða eftir betra tækifæri. Það var svo áhugi frá Gunnari að fá mig til Ólafsvíkur en í kvöld ákvað ég að segja nei við því líka. Það hefði verið gaman að vinna með Gunnari sem er frábær maður, sem trúði alltaf á mig og er góður vinur en svona er þetta."

Dino hélt áfram: „Þegar ég kom til Kára þá lofaði ég sjálfum mér að sýna hvað ég gæti inn á vellinum. Ég var hjá atvinnumannaliðum í Danmörku og Ungverjalandi en spilaði lítið. Ég vildi byrja frá núlli aftur og sagði við sjálfan mig að ég myndi spila í Pepsi Max-deildinni eftir tvö ár."

En af hverju sagði Dino nei við Víking?

„Eftir að Kári var búið að gefa grænt ljós þá fannst mér Víkingur ekki sýna nægilegan áhuga til að fá mig, ég var ekki ánægður með að þurfa að bíða eftir svörum um ákveðna hluti. Ég ákvað því að ég myndi segja nei við Víking og einbeita mér áfram að mínu hér hjá Kára," sagði Dino.

Samkvæmt þeim heimildum sem Fótbolti.net hefur þá var það Keflavík sem hafði áhuga á því að fá Dino eftir síðasta tímabil.

Lestu viðtal við Dino frá því í fyrra:
Dino: Vítaspyrnur eru eins og rúlletta


Athugasemdir
banner
banner
banner