Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 20. mars 2021 17:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikar kvenna: Delaney skoraði þrjú í frábærri endurkomu ÍBV
Agla María með tvennu
Delaney gekk í raðir ÍBV í vetur
Delaney gekk í raðir ÍBV í vetur
Mynd: ÍBV
Tveimur leikjum er lokið í A-deild kvenna í Lengjubikarnum. ÍBV og Breiðablik unnu sigra í sínum leikjum.

ÍBV kom til baka og vann frábæran endurkomusigur á Selfossi. Leikið var á Selfossi og komust heimakonur í 2-0 í fyrri hálfleik.

ÍBV minnkaði muninn á 53. mínútu og svo kom Delaney með sitt fyrsta mark í leiknum og jafnaði leikinn. Delaney var kominn með tvö á 71. mínútu og fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að Júlíana hafði skorað fjórða mark Eyjakvenna. 2-5 útisigur í riðli 1. ÍBV er með fjögur stig og Selfoss þrjú eftri fjóra leiki.

Í riðli 2 vann Breiðablik 4-1 heimasigur á Tindastóli. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og á 68. mínútu kom Agla María þeim í 4-0. Kristjana Sigurz fékk að líta sitt annað gula spjald á 90. mínútu og Murielle klóraði í bakkann á lokamínútunni fyrir gestina. Breiðablik er með tíu sig eftir fjóra leiki en Tindastóll er án stiga.

Breiðablik 4 - 1 Tindastóll
1-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('7)
2-0 Agla María Albertsdóttir ('20)
3-0 Hildur Þóra Hákonardóttir ('27)
4-0 Agla María Albertsdóttir ('68)
4-1 Murielle Tiernan ('90)
Rautt Spjald: Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('90, Breiðablik)

Selfoss 2 - 5 ÍBV
1-0 Eva Lind Elíasdóttir ('8)
2-0 Barbára Sól Gísladóttir ('16)
2-1 Brynja Líf Jónsdóttir, sjálfsmark ('53)
2-2 Delaney Baie Pridham ('63)
2-3 Delaney Baie Pridham ('71)
2-4 Júlíana Sveinsdóttir ('81)
2-5 Delaney Baie Pridham, víti ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner