Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 20. desember 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrslitaleikir Mjólkurbikarsins færðir fyrir næsta ár
Víkingur hefur unnið Mjólkurbikar karla þrisvar sinnum í röð.
Víkingur hefur unnið Mjólkurbikar karla þrisvar sinnum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákveðið hefur verið að færa úrslitaleiki Mjólkurbikarsins framar fyrir næsta ár.

Síðastliðin tvö ár hefur úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verið spilaður í október. Úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna var spilaður í október í fyrra en í ár var hann spilaður í lok ágúst.

Í ár er stefnt á það að spila báða úrslitaleikina í ágúst. Ætti því að vera fínt veður þegar leikirnir verða spilaðir.

Keppni í Mjólkurbikar karla hefst í lok mars og keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst í lok apríl.

Eins og staðan er núna þá er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna settur á 12. ágúst og úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar karla tveimur vikum síðar, 26. ágúst.

Víkingur er ríkjandi bikameistari karla og Valur er ríkjandi bikarmeistari kvenna.
Athugasemdir
banner