Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 21. mars 2021 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía semur við Everton til fjögurra ára - Mikill áhugi á henni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Cecilía Rún Rúnarsdóttir mun skrifa undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton þegar hún verður 18 ára gömul.

Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum Goal en við höfðum áður höfðum við greint frá því að hún myndi fara til Everton.

Cecilía er núna hjá Örebro í Svíþjóð þar sem hún fær tækifæri til að þróa leik sinn áfram áður en hún fer til Everton. Samkvæmt reglum sem tengjast Brexit má hún ekki fara til Everton fyrr en hún verður 18 ára.

Goal segir að það hafi verið mikil samkeppni um Cecilíu en hún hafi valið Everton þar sem verkefnið þar hafi heillað hana. West Ham, Sassuolo og Benfica eru á meðal félaga sem höfðu áhuga á henni samkvæmt vefmiðlinum.

Cecilía er 17 ára gömul og efnilegasti markvörður Íslands. Hún á einn A-landsleik að baki.
Athugasemdir
banner
banner