Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 21. ágúst 2021 11:25
Brynjar Ingi Erluson
„La Liga er hægasta deildin í Evrópu"
Manuel Pellegrini liggur ekki á skoðunum sínum
Manuel Pellegrini liggur ekki á skoðunum sínum
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, þjálfari Real Betis á Spáni, segir að spænska deildin sé sú hægasta í Evrópu og að lið eyða of miklum tíma í að sóa tíma á vellinum.

Spænska deildin hefur misst marga af skemmtilegustu leikmönnum heims í aðrar deildir síðustu ár en þar má nefna sérstaklega leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Sergio Ramos.

Pellegrini er afar ósáttur með hvernig deildin hefur verið að spilast síðustu ár og segir hann þetta hægustu deildina í Evrópu.

„La Liga er hægasta deildin í Evrópu og það er litlum tíma eytt í að spila fótbolta," sagði Pellegrini.

„Fólk vill koma og horfa á sýningu og við erum ekki að gefa þeim sýningu. Þetta er deild með mestu tímasóunina, flestar dýfur og þetta er bara skömm ef ég á að segja eins og er," sagði Pellegrini ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner