Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. maí 2021 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möguleiki á íslenskri tvennu í Þýskalandi - Bestu vinkonur
Karólína og Alexandra.
Karólína og Alexandra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið er ekki alveg búið í Þýskalandi en þar er möguleiki á íslenskri tvennu - ef svo má segja - í kvennaboltanum.

Vinkonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru báðar á sínu fyrsta tímabili í þýska boltanum; Alexandra með Eintracht Frankfurt og Karólína með Bayern München. Þýski kvennaboltinn er einn sá sterkasti í heimi.

Karólína á möguleika á því að verða deildarmeistari með Bayern. Stórveldið er á toppnum með tveggja stiga forskot á Wolfsburg þegar ein umferð er eftir.

Karólína kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í dag þegar Bayern vann 0-4 sigur á Bayer Leverkusen. Bayern hefur unnið 19 af 21 leik sínum í deildinni á þessu tímabili.

Bayern á einmitt heimaleik við Frankfurt í lokaumferðinni; Íslendingaslagur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer en lokaumferðin fer fram 6. júní.

Frankfurt er á leið í bikarúrslitaleik gegn Wolfsburg næstkomandi sunnudag. Alexandra getur þar orðið bikarmeistari.

Alexandra og Karólína eru miklar vinkonur en þær léku saman í Breiðablik og leika auðvitað saman í íslenska landsliðinu. Þær eru tvær af okkar efnilegustu, og bara bestu fótboltakonum.

Sjá einnig:
Karólína í einu stærsta félagi veraldar: Lífið breyst mikið við nýja áskorun
Komu á sama tíma í Breiðablik og hafa verið límdar saman síðan
Alexandra úr sama fótboltaskóla og Sara: Ákveðin og með mikið keppnisskap
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner