Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Komu á sama tíma í Breiðablik og hafa verið límdar saman síðan
Karólína og Alexandra.
Karólína og Alexandra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var nýlega með 'takeover' á Heimavellinum þar sem hún svaraði ýmsum spurningum.

Hún var meðal annars spurð út í það hver væri besti liðsfélagi hennar. Hún svaraði því að það væru margar sem kæmu til greina en ef það er einhver ein, þá er það Alexandra Jóhannsdóttir. Karólína spilar með henni í íslenska landsliðinu og voru þær saman í Breiðablik.

Alexandra og Karólína komu á sama tíma í Breiðablik en þær þekktust ekki mikið fyrir það. Hjá Blikum urðu þær mjög góðar vinkonur.

„Við komum á sama tíma í Breiðablik en þekktumst ekki mikið. Við erum báðar úr Hafnafirði og ég var ekki með bílpróf þannig Alex keyrði mig á hverja einustu æfingu fyrsta árið. Fólkið í Breiðablik átti það til að kalla okkur samlokurnar því við erum búnar að vera límdar saman síðan," segir Karólína.

„Alex gerir allt til að vinna leiki og hefur alla burði til að verða ein af þeim bestu. Hún er einstakur leikmaður og enn betri manneskja."

Þær fóru núna báðar út í atvinnumennsku til Þýskalands; Alexandra hjá Eintracht Frankfurt og Karólína hjá Bayern München.

Sjá einnig:
Karólína í einu stærsta félagi veraldar: Lífið breyst mikið við nýja áskorun
Athugasemdir
banner
banner