Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 24. febrúar 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það á að reka Kepa"
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er líklega í vandræðum eftir að hafa neitað að koma út af er Chelsea tapaði gegn Manchester City í úrslitum deildabikarsins.

Manchester City vann leikinn í vítaspyrnukeppni.

Chelsea ætlaði að skipta Kepa út af eftir að hann varð fyrir hnjaski undir lok framlengingarinnar.

Willy Caballero var búinn að gera sig klárann og var á leiðinni inn á, en Spánverjinn Kepa neitaði að fara út af. Eitthvað sem sést ekki oft í fótboltanum.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, tók brjálæðiskast á hliðarlínunni og ætlaði að strunsa inn í klefa, en hætti svo við það.

Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Chelsea, segir að það eigi að reka Kepa frá félaginu.

„Kepa á aldrei aftur að spila fyrir Chelsea. Þetta er til skammar. Ég hef aldrei séð svona áður," sagði Sutton.

„Það á að reka Kepa, ekki Sarri."
Athugasemdir
banner
banner