Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 24. desember 2019 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara samningslaus næsta sumar og skoðar í kringum sig
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, er á sínu síðasta samningsári hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Samningur hennar rennur út næsta sumar.

Sara, sem er 29 ára, var á dögunum í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, og sagði þar að hún væri að skoða möguleika sína.

„Ég er að skoða, ég er opin fyrir einhverju," sagði Sara, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra.

„Bandaríkin heilla mig ekki. Kína ekki alveg, nei. Mér finnst Frakkland, England og Spánn spennandi. Það er gaman að sjá í Englandi, Tottenham og Manchester (United) koma upp og spila fyrir framan 30 þúsund manns."

„Hlutirnir eru að breytast, en samt í Þýskalandi finnst mér þetta hafa staðnað aðeins og deildin ekki eins sterk og hún hefur verið. Leikmenn eru að fara til annarra landa. Frakkland, England og Spánn eru að styrkjast."

„Ég er opin, en ég er í geggjuðum málum hjá Wolfsburg. Þetta er frábært félag og félag sem vill vinna allt. Ég vil vera í þannig aðstæðum."

Sara hefur leikið með Wolfsburg frá 2016, en þar áður lék hún með Rosengård í Svíþjóð.

Viðtalið við Söru má hlusta á með því að smella á tístið að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner