Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 26. mars 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Óþolandi að mæta henni en geggjað að vera með henni í liði"
Hólmfríður lagði skóna á hilluna í síðustu viku.
Hólmfríður lagði skóna á hilluna í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Kjartansson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari, og Fríða að leika sér með boltann.
Guðni Kjartansson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari, og Fríða að leika sér með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir tilkynnti það í síðustu viku að hún hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna 36 ára að aldri. Hólmfríður á tuttugu ára feril að baki í meistaraflokki.

Hólmfríður spilaði í heildina 186 leiki í deild- og bikar hér á landi og skoraði 134 mörk. Hún varð Íslandsmeistari tvisvar með KR og bikarmeistari fimm sinnum með KR, Val og Selfossi. Hún spilaði þá í atvinnumennsku í Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Hún fór þrisvar á Evrópumót landsliða með íslenska kvennalandsliðinu og lék 113 landsleiki ásamt því að skora 37 mörk en síðasti leikur hennar var gegn Svíum í október á síðasta ári.

Sjá einnig:
Hólmfríður: Held áfram að njóta lífsins í sveitinni án legghlífa

Rætt var um Hólmfríði í síðasta þætti Heimavallarins.

„Þetta er geggjaður ferill," sagði Hulda Mýrdal.

„Fríða er búin að vera til staðar allan minn meistaraflokksferil. Það eru ekki margar eftir. Núna er hún allt í einu farin," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.

„Hún er búin að vera frábær í íslensku landsliðstreyjunni og mörg eftirminnileg augnablik þar," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Manni finnst hún eiga eitthvað inni, manni finnst hún ekki vera búin. Því er maður pínu hissa," sagði Lilja.

„Hún var enn bara mjög góð. Hún hefur kannski fundist, eins og margir aðrir, að þetta verður erfiðara með hverju árinu," sagði Aníta Lísa Svansdóttir.

„Hún má vera stolt af sér og við erum stolt af henni," sagði Hulda.

„Það var eins gaman að spila með henni eins og það var óþolandi að spila á móti henni. Hún var alltaf í geggjuðu jafnvægi. Ef það var klafs, þá var það bókað að Fríða kæmi með boltann, bara alltaf. Það var óþolandi að spila á móti henni en geggjað að vera með henni í liði," sagði Lilja Dögg sem spilaði með Fríðu í KR á sínum tíma.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Pepsi Max 2021
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner