Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding fékk tvo spænska sóknarmenn (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Afturelding styrkti liðið sitt fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna á gluggadeginum.

Í upphafi vikunnar krækti liðið í tvær landsliðskonur og í gær var tilkynnt um tvo leikmenn til viðbótar.

Það eru þær spænsku Sara Roca Siguenza og Veronica Parreno Boix. Sara og Veronica spila báðar í fremstu stöðunum á vellinum en þær léku á síðasta tímabili með Elche í næstefstu deild á Spáni.

Sara er 27 ára gömul en Veronica er 22 ára. Þær eru komnar til landsins og verða klárar í slaginn í næsta leik gegn Þrótti R. á fimmtudaginn í næstu viku.

„Afturelding býður þær hjartanlega velkomnar í Mosfellsbæinn!" segir í tilkynningu Aftureldingar.

Liðið er á botni Bestu deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner