Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 25. júlí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding fær tvær landsliðskonur (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta sumarsins í Bestu deild kvenna. Tvær landsliðskonur eru gengnar í raðir félagsins. Það eru þær Maria Paterna og Victoria Kaláberová.

Maria er 22 ára gamall varnarmaður frá Grikklandi en hún á þrjá landsleiki að baki sem og fjölda yngri landsleikja með Grikkjum.

Victoria er 21 árs miðjumaður frá Slóvakíu en hún hefur verið í slóvakíska landsliðshópnum undanfarin ár og á einnig leiki að baki með yngri landsliðum.

Báðar koma þær til Aftureldingar eftir að hafa leikið með Aris Limassol á Kýpur síðastliðinn vetur.

Besta deild kvenna hefst aftur á fimmtudag eftir EM hlé en Afturelding spilar þó ekki fyrr en eftir rúma viku. Liðið er í botnsæti deildarinnar með sex stig eftir tíu umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Þrótti á heimavelli.
Athugasemdir
banner