Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 27. ágúst 2022 16:44
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Þróttur í Lengjudeild - Reynir vann botnslaginn
Mynd: Þróttur R.

Tveimur leikjum var að ljúka í 2. deild karla þar sem Þróttur R. er svo gott sem búinn að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni á ný.


Þróttur vann útileik gegn KFA þar sem staðan var jöfn 1-1 þar til Guðmundur Axel Hilmarsson tók málin í sínar hendur.

Guðmundur Axel setti tvennu á síðustu 25 mínútunum og tryggði þannig sigurinn. Þróttur áfram í öðru sæti eftir sigurinn og þarf ekkert minna en kraftaverk til að Köttarar missi sætið til Ægismanna.

Reynir Sandgerði lagði þá Magna að velli í botnbaráttunni með tveimur mörkum fyrir leikhlé.

Reynismenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir en leikjaplanið hittir ótrúlega vel á. Reynir á í raun þrjá úrslitaleiki framundan gegn næstu þremur liðum fyrir ofan sig á stöðutöflunni. Þau eru KFA, Víkingur Ó. og KF.

KFA 1 - 3 Þróttur R.
0-1 Zvonimir Blaic ('13 , Sjálfsmark)
1-1 Abdul Karim Mansaray ('40 )
1-2 Guðmundur Axel Hilmarsson ('68 )
1-3 Guðmundur Axel Hilmarsson ('82 )

Reynir S. 2 - 0 Magni
1-0 Magnús Magnússon ('18 )
2-0 Elton Renato Livramento Barros ('40 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner