Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 27. desember 2020 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hendrickx birtir mynd af Íslandi - Í viðræðum við félög hér á landi
Hendrickx gæti verið á leið aftur til Íslands.
Hendrickx gæti verið á leið aftur til Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx birtir í dag mynd af Íslandi á Twitter reikningi sínum.

Fótbolti.net hafði samband við Hendrickx og spurði hann að því hvort hann væri staddur á Íslandi um þessar mundir. Það er hann ekki en hann gæti verið á leið hingað til lands á næstunni.

Hendrickx segist vera að ræða við íslensk félög og eru góðar líkur á því að hann spili hér á landi næsta sumar.

Hann er nýorðinn 27 ára gamall og þekkir það vel að spila á Íslandi. Hann er fyrrum leikmaður FH og Breiðabliks. Hann lék með Breiðabliki 2018 og fyrri hluta tímabils 2019 áður en hann hélt heim til Belgíu og gekk í raðir Lommel.

Hendrickx hefur að undanförnu verið nokkuð mikið orðaður við endurkomu til Íslands. Hann hefur verið orðaður við sín fyrrum félög, Breiðablik og FH, sem og KA á Akureyri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner