Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna kveðst Martinez vongóður að tímabil Hazard sé ekki búið
Hazard í leik með Belgíu.
Hazard í leik með Belgíu.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er vongóður um að Eden Hazard verði heill heilsu fyrir Evrópumótið í sumar.

Hazard hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid á þessu tímabili. Hazard ökklabrotnaði gegn Levante um síðustu helgi, einungis viku eftir að hann kom aftur á völlinn eftir að hafa verið frá keppni síðan í nóvember.

Martinez sagði nýlega að Hazard myndi ekki spila meira á tímabilinu, en núna er annar tónn í spænskum landsliðsþjálfara Belgíu.

„Hann hefur misst af mjög fáum leikjum á síðustu átta árum vegna meiðsla. Ég er viss um að hann verði mættur aftur út á völl fyrir síðasta leik í La Liga í sumar," sagði Martinez við Cadena Cope.

Miðað við orð Martinez þá verður hinn 29 ára gamli Hazard klár fyrir EM, þ.e.a.s. ef mótið fer fram. Óttast er að því verði aflýst út af kórónaveirunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner