Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 28. febrúar 2020 12:58
Elvar Geir Magnússon
Óttast að EM 2020 verði aflýst
Skillzy, lukkufígúra EM 2020.
Skillzy, lukkufígúra EM 2020.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Evrópu hefur viðurkennt mikið óvissuástand í aðdraganda EM 2020 vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Áætlað er að halda mótið víðsvegar um Evrópu og á opnunarleikurinn að fara fram á Ítalíu, því Evrópulandi sem hefur mest fengið að kenna á veirunni.

Óttast er að Evrópumótið fari ekki fram ef ástandið vegna veirunnar versnar enn frekar.

„Við erum í biðstöðu núna. Það er verið að skoða stöðuna í löndunum. Fótboltinn verður að hlýða skipunum frá ríkisstjórnum þessara landa. Íþróttaviðburðir þurfa að víkja ef ástandið versnar," segir Michelle Uva sem er í framkvæmdastjórn UEFA.

Leikir EM 2020 eiga að fara fram í Amsterdam, Bakú, Bilbao, Búkarest, Búdapest, Kaupmannahöfn, Dublin, Glasgow, London, München, Róm og Pétursborg.

Ísland mætir Rúmeníu þann 26. mars í undanúrslitaleik í umspili fyrir mótið. Sigurliðið á svo hreinan úrslitaleik á útivelli gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu um sæti á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner