Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 30. mars 2019 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að ráðning Solskjær séu „óumflýjanleg mistök"
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Nær Solskjær að koma United aftur á toppinn?
Nær Solskjær að koma United aftur á toppinn?
Mynd: Getty Images
Simon Jordan, fyrrum stjórnarformaður Crystal Palace, telur að Manchester United muni mögulega líta til baka og sjá eftir því að hafa ráðið Ole Gunnar Solskjær sem sinn knattspyrnustjóra.

Solskjær fékk þriggja ára samning í vikunni. Hann var ráðinn til bráðabirgða eftir að Jose Mourinho var rekinn í desember og hefur árangurinn verið frábær síðan þá. Hann var verðlaunaður með þriggja ára samningi.

Solskjær er búinn að koma United aftur í baráttuna um fjórða sætið og er liðið í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir magnaða endurkomu gegn PSG.

Flestir stuðningsmenn United eru sáttir með ráðninguna, en Simon Jordan, sem var stjórnarformaður Crystal Palace frá 2000 til 2010, telur hana vera mistök.

Hann telur að Solskjær geti ekki haft betur gegn Klopp, Guardiola og Pochettino í baráttunni um enska meistaratitilinn.

„Ég segi að þetta séu óumflýjanleg mistök. Frammistaðan réttlætir ráðninguna, en United er í erfiðri stöðu," sagði Jordan við Talksport.

„Það eru liðin sex ár síðan United vann ensku úrvalsdeildina síðast og það eru þrjú lið sem eru betri - Man City, Liverpool og Tottenham."

„Man Utd getur brúað bilið leikmannalega séð, en það eru að minnsta kosti þrír betri stjórar en Solskjær. Pep Guardiola er klárlega besti stjórinn, Jurgen Klopp er ekki langt á eftir og Mauricio Pochettino er að gera góða hluti."

„Erum við í alvöru að segja að Solskjær sé að fara að gera betur en Guardiola, Klopp og Pochettino?"

Hlusta má á rök Jordan hér að neðan.

Lærisveinar Solskjær í United eru að fara að mæta Watford klukkan 15:00. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.



Athugasemdir
banner