Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 15:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þórir Jóhann lagði upp í stórsigri - Kristín Dís spilaði í dramatískum sigri
Kristín Dís
Kristín Dís
Mynd: Bröndby
Þórir Jóhann
Þórir Jóhann
Mynd: Eintracht Braunschweig

Þórir Jóhann Helgason lagði upp frysta mark Braunschweig í mikilvægum sigri í næst efstu deild í Þýskalandi í dag.


Liðið tók á móti Elversberg og vann 5-0 sigur en liðið lyfti sér upp úr fallsæti með þessum sigri. Þórir var tekinn af velli á 68. mínútu.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar Hansa Rostock tapaði 2-0 gegn Holstein Kiel. Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Holstein Kiel.

Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson í leikbanni þegar Dusseldorf vann 3-1 sigur á útivelli gegn Kaiserslautern. Holstein Kiel er í 2. sæti með 52 stig, tveimur stigum á eftir toppliði St. Pauli sem á leik til góða. Hansa Rostock er í 17. og næst neðsta sæti með 28 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en Dusseldorf er í 3. sæti með 46 stig.

Sveindís í úrslit þýska bikarsins

Það var stórleikur í dönsku deildinni í dag þegar Bröndby heimsótti Nordsjælland en Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Bröndby.

Staðan var 2-1 Bröndby í vil allt fram á lokamínútur leiksins þegar Nordsjælland jafnaði en Börndby tókst að skora sigurmarkið áður en flautað var til leiksloka. Bröndby er því með fjögurra stiga forystu á Nordsjælland og HB Köge á toppi deildarinnar.

Sveindís Jane Jónsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum þegar Wolfsburg tryggði sér sæti í úrslitum þýska bikarsins með 9-0 sigri á Essen. Það gæti verið íslendingaslagur í úrslitum þar sem Bayern mætir Frankfurt í seinni undanúrslitaleiknum á morgun.


Athugasemdir
banner
banner