Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 28. apríl 2024 17:17
Sölvi Haraldsson
Hlynur á leið í aðgerð - „Staðan er mjög slæm“
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Hlynur Sævar Jónsson fór meiddur af vellinum í fyrri hálfleik í dag í 2-1 tapi Skagamanna gegn FH. Jón Þór Hauksson ræddi við fótbolta.net eftir leik og sagði að staðan væri mjög slæm.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

„Hún er slæm, mjög slæm. Mér skilst að hann sé á leiðinni í aðgerð.“ sagði Jón Þór eftir leik ÍA við FH í dag þegar hann var spurður út í stöðuna á Hlyni.

Hlynur byrjaði leikinn en eftir tæpan hálftímaleik þurfti hann að fara af velli. Það liggur ekki beint fyrir hvað gerðist eða hvað er að honum. En Jón Þór telur að hann hafi farið úr lið.

„Hann meiddist á öxl eða viðbeini. Án þess að ég hafi fengið frekari fréttir af því fór hann úr lið eða eitthvað slíkt. Mér skilst bara að hann sé að bíða eftir aðgerð.“

Næsti leikur Skagamanna er í Garðarbænum gegn Stjörnunni en það verður að teljast mjög ólíklegt miðað við viðbrögð Skagaþjálfarans að Hlynur nái þeim leik.


Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Athugasemdir
banner
banner