Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 3. janúar
Engin úrslit úr leikjum í dag
sun 28.apr 2024 15:00 Mynd: Reynir Sandgerði
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 10. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Reynir Sandgerði rétt sleppur við fall ef spáin rætist.

Reynismenn fagna marki.
Reynismenn fagna marki.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ray Anthony Jónsson.
Ray Anthony Jónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Þór styrkir Reynisliðið mikið.
Sindri Þór styrkir Reynisliðið mikið.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristófer Páll var besti leikmaður 3. deildar í fyrra.
Kristófer Páll var besti leikmaður 3. deildar í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Viktor Guðberg er mættur frá Grindavík.
Viktor Guðberg er mættur frá Grindavík.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig

10. Reynir S.
Sandgerðingar stoppuðu ekki lengi í 3. deild, voru þar aðeins í eitt ár eftir að hafa fallið úr 2. deild sumarið 2022. Reynismenn fóru nokkuð hægt af stað í 3. deildinni í fyrra en þegar mótið var hálfnað voru þeir komnir á toppinn. Þeir létu ekki toppsætið frá sér og voru orðnir meistarar áður en mótið kláraðist. Liðið var ótrúlega gott sóknarlega í fyrra og skoraði 61 mark í 22 leikjum, en næsta lið (Árbær) skoraði 53 mörk. Það verður gaman að sjá hvort Reynir nái að bjóða upp á slíkan sóknarleik í ár en það verður erfiðara í sterkari deild. Reynir hefur styrkt sig með öflugum leikmönnum í vetur og það er verið að smíða áhugavert lið í Sandgerði. Þjálfarar í deildinni hafa trú á því að Reynir muni halda sér uppi og það verður fróðlegt að sjá hvort það muni ganga eftir.

Þjálfararnir: Gömlu liðsfélagarnir Ray Anthony Jónsson og Alexander Magnússon stýra Reyni saman. Ray lék 336 leiki með Grindavík, Keflavík og GG á sínum ferli. Einnig á hann yfir 30 landsleiki fyrir Filippseyjar. Á þjálfaraferlinum hefur hann þjálfað lið GG, meistaraflokk kvenna hjá Grindavík og yngri flokka í Grindavík. Alexander á 182 leiki að baki í meistaraflokki með Njarðvík, Keflavík, Grindavík, Þrótti V. og Kórdrengjum. Hann hafði þjálfað hjá Njarðvík áður en hann kom inn í teymið með Ray, en þeir spiluðu á sínum tíma saman í Grindavík. Þeirra fyrsta tímabil með liðið var í fyrra og það gekk býsna vel.

Stóra spurningin: Hvað skora þeir mikið?
Eins og áður kemur fram, þá röðuðu Sandgerðingar inn mörkum í fyrra og voru með tæplega þrjú mörk skoruð í hverjum leik. Núna eru þeir komnir í sterkari deild og mæta sterkari andstæðingum. Ismael Sidibé, markahæsti leikmaður 3. deildar í fyrra, bættist við leikmannahópinn í vetur og þá samdi Kristófer Páll Viðarsson um að koma alfarið yfir frá Grindavík. Það er sterkt, en hvað munu þeir eiginlega skora mikið í ár? Það verður gaman að fylgjast með því.

Lykilmenn:
Kristófer Páll Viðarsson: Klárlega fyrsti maður á blað í þessum flokki hjá Reyni. Hann var á láni frá Grindavík síðasta sumar og endaði sem besti leikmaðurinn í 3. deild. Hann skoraði sautján mörk í 3. deildinni í fyrrasumar og kom að mörkum í nánast öllum leikjum sem hann spilaði. Kristófer sagðist hafa sett sér það markmið að verða bestur í deildinni og náði því markmiði. Hann skipti alfarið í Reyni eftir síðustu leiktíð og það kæmi ekki á óvart ef hann blómstra í 2. deild í sumar.

Sindri Þór Guðmundsson: Fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Það eru ekki mörg lið í 2. deild sem eru með leikmann eins og Sindra, sem á slíkan fjölda af leikjum í Bestu deildinni. Hann spilaði 24 leiki í Bestu deildinni með Keflavík í fyrra og skoraði tvö mörk, en innkoma hans í Reyni kemur til með að styrkja liðið til muna.

Viktor Guðberg Hauksson: Það var afskaplega stert fyrir Reyni að fá Viktor Guðberg á láni stuttu áður en glugginn lokaði. Viktor er 24 ára miðvörður og á að baki 138 meistaraflokksleiki og þar af 71 leik í Lengjudeildinni með Grindavík. Viktor spilaði í fyrra 16 leiki í Lengjudeildinni og mun styrkja varnarleik Sandgerðinga til muna.

Komnir:
Alberto Sánchez Montilla frá Spáni
Alexander Helgason frá Þrótti V.
Bergþór Ingi Smárason frá Njarðvík
Daníel Gylfason frá Keflavík
Hubert Rafal Kotus frá KFK
Kristófer Páll Viðarsson frá Grindavík
Magnús Magnússon frá Njarðvík
Maoudo Diallo Ba frá RB
Ismael Sidibé frá Kormáki/Hvöt
Sindri Þór Guðmundsson frá Keflavík
Viktor Guðberg Hauksson frá Grindavík (á láni)

Farnir:
Dusan Lukic í RB
Einar Sæþór Ólason í Hafnir
Elfar Máni Bragason í Víði (á láni)
Julio Cesar Fernandes í KFA
Jökull Máni Jakobsson í Keflavík (var á láni)
Luka Sapina í RB (var á láni frá Grindavík)
Óliver Andri Einarsson í Keflavík (var á láni)
Sigurður Orri Ingimarsson í Keflavík (var á láni)
Vladyslav Kudryavtsev í Álftanes
Ægir Þór Viðarsson í Hafnir

Þjálfarinn segir - Ray Anthony Jónsson
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér þessi spá eðlileg. Við erum nýliðar í þessari deild og auðvitað er góður árangur að halda sér uppi."

„Sumarið leggst vel í okkur. Búnir að æfa vel í vetur. Hópurinn er allur kominn saman og erum við búnir að slípa saman virkilega öflugt lið. Við ætlum okkur að gera það sem við þurfum til að ná okkar árangri í sumar.

Fyrstu þrír leikir Reynis:
4. maí, Reynir S. - Ægir (Brons völlurinn)
11. maí, Kormákur/Hvöt - Reynir S. (Sauðárkróksvöllur)
18. maí, Reynir S. - Völsungur (Brons völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner