Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   þri 30. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samkomulag um að Sigurbergur myndi ekki spila - „Undarlegt allt saman"
Sigurbergur Áki í leik með Stjörnunni
Sigurbergur Áki í leik með Stjörnunni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sigurbergur Áki Jörundsson spilaði ekki með Fylki gegn Stjörnunni í gær þar sem liðin höfðu gert með sér heiðursmannasamkomulag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Sigurbergur gekk til liðs við Fylki frá Stjörnunni á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku. Hann lék allan leikinn með Fylki gegn Hetti/Huginn í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn en mátti ekki spila í gær.

„Það var heiðursmannasamkomulag svo þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er, þetta er mjög undarlegt allt saman. En svona er þetta. Ég stend ekki í því að gera samning milli liðanna. Að sjálfsögðu hefði ég viljað nota hann," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

„Það hefði verið gaman að sjá hann inn á. Við munum sakna hans mikið, fyrst og fremst stórkostlegur inn í hópnum. Hann á framtíðina fyrir sér, hann á eftir að verða einstakur hafsent og yfirburðarmaður í sínni stöðu. Ég er ekki í þessu, þekki þetta ekki, er að hafa áhyggjur af öðrum hlutum," sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar.


Athugasemdir
banner
banner