Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   sun 28. apríl 2024 17:28
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er frábært að vinna hérna þetta er erfiður útivöllur og Skaginn er með gott lið. Við vorum frábærir í fyrri hálfeik. Við vorum klaufar að loka leiknum ekki í lok fyrri hálfeiks. En Skaginn er þekktur fyrir það að koma til baka og þeir sýna alltaf mikinn karakter. Við mjötluðum þetta inn.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, eftir 2-1 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Það fóru mörg spjöld á loft í dag og magir óánægðir með dómgæsluna í dag. Heimir er hins vegar alls ekkert ósáttur með hana en setur spurningarmerki við nokkur atriði.

Mér fannst dómgæslan í leiknum mjög góð. Eina spurningarmerkið mitt er að það var stundum farið fullhart í Sigga (Sigurð Bjart) stundum. Annars var bara hart tekist á og það er alltaf þannig þegar þú kemur hérna að þú verður að vera klár í baráttu og við vorum það. Þetta rauða spjald sem Ísak fær var kannski smá klaufalegt en ég ætla ekki að taka neitt af Ísak, frábær í dag.“

Það hefur verið mikið talað um Akraneshöllina og að það sé verið að spila í henni í Bestu deildinni en Heimir viðurkenndi það eftir leik að hann hefði frekar verið til í að spila úti á aðalvellinum.

Nei það var sagt við okkur á miðvikudaginn að við ættum að spila hér þá bara tökum við því og mætum hérna. Ég viðurkenni það samt að þegar ég kom hérna í hádeginu að ég hefði viljað spila hérna úti á aðalvellinum. Frábær umgjörð og geggjaður völlur en þetta var niðurstaðan og þá bara sættum við okkur við það.“

Bjarni Guðjón mætti í raðir FH á láni á dögunum. Hver var ástæðan á bakvið sú skipti.

Hann kemur bara til með að styrkja miðsvæðið. Ég talaði við minn mann á Akureyri, Pál Gíslason, og hann mælti með honum. Allt sem að Palli segir er satt og rétt. Hann er bara búinn að mæta á þrjár æfingar. Við þurfum bara að setja hann meira inn í hlutina og þá getur hann hjálpað okkur meira í framhaldinu.“

Næsti leikur hjá FH er á heimavelli gegn Vestra en verður hann spilaður á Kaplakrikavelli?

Já ég var að tala við yfirmann knattspyrnumála (Davíð Viðarsson) á föstudaginn og hann lofaði mér því að þessi leikur væri spilaður á grasvelli. Núna þegar næturfrostið hætti þá sprettur hann upp og ég held að hann verður klár eftir viku.

En var eitthvað í dag sem FH-liðið hefði mátt gera betur í dag eða tekur Heimir eitthvað sérstakt jákvætt úr leiknum?

Þetta er einhver erfiðasta spurning sem ég hef fengið í langan tíma. Það er neikvætt að við náðum ekki að loka þessum leik. Síðan voru forsendur að við hefðum getað spilað betur í seinni hálfleik. En það jákvæða er að við sýndum karakter og héldum áfram og kláruðum þetta.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að lokum eftir 2-1 sigur á ÍA í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner