Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   sun 28. apríl 2024 17:28
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er frábært að vinna hérna þetta er erfiður útivöllur og Skaginn er með gott lið. Við vorum frábærir í fyrri hálfeik. Við vorum klaufar að loka leiknum ekki í lok fyrri hálfeiks. En Skaginn er þekktur fyrir það að koma til baka og þeir sýna alltaf mikinn karakter. Við mjötluðum þetta inn.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, eftir 2-1 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Það fóru mörg spjöld á loft í dag og magir óánægðir með dómgæsluna í dag. Heimir er hins vegar alls ekkert ósáttur með hana en setur spurningarmerki við nokkur atriði.

Mér fannst dómgæslan í leiknum mjög góð. Eina spurningarmerkið mitt er að það var stundum farið fullhart í Sigga (Sigurð Bjart) stundum. Annars var bara hart tekist á og það er alltaf þannig þegar þú kemur hérna að þú verður að vera klár í baráttu og við vorum það. Þetta rauða spjald sem Ísak fær var kannski smá klaufalegt en ég ætla ekki að taka neitt af Ísak, frábær í dag.“

Það hefur verið mikið talað um Akraneshöllina og að það sé verið að spila í henni í Bestu deildinni en Heimir viðurkenndi það eftir leik að hann hefði frekar verið til í að spila úti á aðalvellinum.

Nei það var sagt við okkur á miðvikudaginn að við ættum að spila hér þá bara tökum við því og mætum hérna. Ég viðurkenni það samt að þegar ég kom hérna í hádeginu að ég hefði viljað spila hérna úti á aðalvellinum. Frábær umgjörð og geggjaður völlur en þetta var niðurstaðan og þá bara sættum við okkur við það.“

Bjarni Guðjón mætti í raðir FH á láni á dögunum. Hver var ástæðan á bakvið sú skipti.

Hann kemur bara til með að styrkja miðsvæðið. Ég talaði við minn mann á Akureyri, Pál Gíslason, og hann mælti með honum. Allt sem að Palli segir er satt og rétt. Hann er bara búinn að mæta á þrjár æfingar. Við þurfum bara að setja hann meira inn í hlutina og þá getur hann hjálpað okkur meira í framhaldinu.“

Næsti leikur hjá FH er á heimavelli gegn Vestra en verður hann spilaður á Kaplakrikavelli?

Já ég var að tala við yfirmann knattspyrnumála (Davíð Viðarsson) á föstudaginn og hann lofaði mér því að þessi leikur væri spilaður á grasvelli. Núna þegar næturfrostið hætti þá sprettur hann upp og ég held að hann verður klár eftir viku.

En var eitthvað í dag sem FH-liðið hefði mátt gera betur í dag eða tekur Heimir eitthvað sérstakt jákvætt úr leiknum?

Þetta er einhver erfiðasta spurning sem ég hef fengið í langan tíma. Það er neikvætt að við náðum ekki að loka þessum leik. Síðan voru forsendur að við hefðum getað spilað betur í seinni hálfleik. En það jákvæða er að við sýndum karakter og héldum áfram og kláruðum þetta.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að lokum eftir 2-1 sigur á ÍA í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner