Liverpool missteig sig aftur í toppbaráttunni og afskaplega litlar líkur á að liðið endi á toppnum. Arsenal og Manchester City héldu hinsvegar sínu skriði. Hér er lið umferðarinnar frá Garth Crooks, sérfræðingi BBC.
Markvörður: Jordan Pickford (Everton) - Þvílík markvarsla frá Ivan Toney. Enski landsliðsmarkvörðurinn var í stuði þegar Everton innsiglaði áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri gegn Brentford.
Miðjumaður: Bukayo Saka (Arsenal) - Skoraði í sigri Arsenal gegn Tottenham og fólk reis á fætur þegar honum var skipt af velli.
Miðjumaður: Conor Gallagher (Chelsea) - Skoraði stórglæsilegt mark og lék frábærlega í jafnteflisleik gegn Aston Villa.
Miðjumaður: Jarrod Bowen (West Ham) - Skoraði sitt 20. mark á tímabilinu í jafnteflinu gegn Liverpool.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Skoraði tvennu þegar Newcastle vann Sheffield United 5-1. Sheffield er formlega fallið úr deildinni.
Sóknarmaður: Kai Havertz (Arsenal) - Skoraði gegn Tottenham og virðist allt annar leikmaður en hann var á Stamford Bridge.
Athugasemdir