Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 28. apríl 2024 11:54
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Svíinn ungi væntanlega fenginn til KR til að spila bakvörð
Mouraz Neffati er nítján ára gamall.
Mouraz Neffati er nítján ára gamall.
Mynd: KR
KR tilkynnti á fimmtudag að félagið hefði fengið sænska leikmanninn Mouraz Neffati áður en félagaskiptaglugganum var lokað. Neffati er nítján ára gamall og kemur frá Norrköping í Svíþjóð.

Rætt var um komu hans í útvarpsþættinum Fótbolti.net og þar talað um að þetta væri leikmaður sem byggi yfir hraða og styrk.

Samkvæmt upplýsingum sem Fótbolti.net fékk frá Svíþjóð er svigrúm til bætinga á öðrum sviðum hjá þessum unga leikmanni en hann sé spennandi.

Hann var kynntur hjá KR sem miðjumaður en er væntanlega fenginn til að spila bakvörð, sérstaklega eftir að Jóhannes Kristinn Bjarnason meiddist og verður væntanlega frá í u.þ.b. þrjá mánuði.

Jóhannes talaði sjálfur um Neffati sem bakvörð í viðtali á Stöð 2. Einnig hefur verið um Neffati sem kantmann en samkvæmt upplýsingum okkar frá Svíþjóð er hann klárlega bakvörður, en ekki kantmaður.

Hann er kominn með félagaskipti og verður væntanlega í leikmannahópi KR í kvöld, þegar liðið mætir Breiðabliki í Bestu deildinni.

sunnudagur 28. apríl
14:00 Vestri-HK (AVIS völlurinn)
14:00 ÍA-FH (Akraneshöllin)
16:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:30 KR-Breiðablik (Meistaravellir)

mánudagur 29. apríl
18:00 Valur-Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Athugasemdir
banner
banner
banner