Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 29. apríl 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Árni mætti, skoraði en er farinn aftur til Spánar
Stefán Árni.
Stefán Árni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson var í leikmannahópi KR í síðustu tveimur leikjum. Hann var ónotaður varamaður gegn KÁ í bikarnum en kom svo inn á gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í gær. Hann hafði ekki verið í hópnum í fyrstu þremur deildarleikjunum.

Hann kom inn á þegar 12 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og minnkaði muninn í 1-2 með marki á 86. mínútu.

Stefán er 23 ára framsækinn miðjumaður sem hefur skorað 17 mörk í 125 KSÍ leikjum og lék á sínum tíma 14 leiki fyrir yngri landsliðin.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

Hann er hins vegar í námi á Spáni og er farinn aftur út til að klára önnina. Hann snýr ekki aftur fyrr en í lok maí.

„Hann er augljóslega frábær leikmaður, er í námi erlendis en hefur verið með okkur í rúmar tvær vikur. Hann þarf að fara til baka til Spánar," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner